Sport

Fimmtán ára stúlka vann fyrsta gull Rússa í PyeongChang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zagitova sýndi stórkostleg tilþrif á ísnum.
Zagitova sýndi stórkostleg tilþrif á ísnum. vísir/getty
Hin 15 ára gamla Alina Zagitova frá Rússlandi kom, sá og sigraði í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í nótt. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Rússa á leikunum.

Zagitova var í harðri baráttu við löndu sína, hina 18 ára gömlu Evgenia Medvedeva, en hafði betur eftir frábæra keppni.  Medvedeva er tvöfaldur heimsmeistari og var sigurstranglegust fyrir keppnina.

Báðar settu þær heimsmet á leikunum yfir hæstu einkunn sem gefin hefur verið í íþróttinni.

Kaetlyn Osmond frá Kanada hlaut bronsverðlaun en þetta var kvöld Rússanna.

Rússar eru nú búnir að vinna til fjórtán verðlauna á leikunum en 169 keppendur frá Rússlandi fengu að taka þátt þó svo þeir megi ekki keppa undir fána sinnar þjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×