Fótbolti

Enn apahljóð árið 2018?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Batshuayi horfir hér svekktur upp í stúku eftir leikinn. Ekki með úrslitin heldur með áhorfendur.
Batshuayi horfir hér svekktur upp í stúku eftir leikinn. Ekki með úrslitin heldur með áhorfendur. vísir/getty
Michy Batshuayi, framherji Dortmund, varð fyrir kynþáttaníði er hann lék með liði sínu á Ítalíu í gær.

Dortmund var þá að spila gegn Atalanta í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-1 en Dortmund komst áfram, 4-3 samanlagt.

Það setti skugga á leikinn að stuðningsmenn Atalanta voru með kynþáttaníð í garð framherjans.





Eins og sjá má hér að ofan þá trúði Batshuayi varla því sem hann heyrði. Hann svarar fyrir sig fullum hálsi og óskaði stuðningsmönnum Atalanta góðrar skemmtunar við að horfa á keppnina í sjónvarpinu það sem eftir væri.

Batshuayi er í láni hjá Dortmund frá Chelsea og hefur verið nær óstöðvandi síðan hann kom þangað og skorað eins og óður maður. Hann komst þó ekki á blað í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×