Golf

Þrjú mót í beinni á Golfstöðinni um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía, Tiger og Valdís Þóra verða öll í eldlínunni um helgina.
Ólafía, Tiger og Valdís Þóra verða öll í eldlínunni um helgina. Getty
Þrjú golfmót verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina - tvö karlamót og eitt kvennamót en þar á Ísland tvo fulltrúa.

Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komust báðar í gegnum niðurskurðinn á Ladies Classic-mótinu sem fer fram í Bonville í Ástralíu. Valdís Þóra er þar í fjórða sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á mótinu og hefst hún klukkan 02.00 í nótt sem og aðfaranótt sunnudags.

Þá er einnig keppt á bæði PGA-mótaröðinni bandarísku sem og Evrópumótaröð karla í golfi um helgina.

Alex Noren frá Svíþjóð og heimamaðurinn Webb Simpson eru í forystu á PGA-mótinu Honda Classic sem fer fram á Palm Beach í Flórída. Tiger Woods er einnig á meðal keppenda en hann er rétt fyrir utan hóp 20 efstu eftir að hafa leikið á 70 höggum í nótt. Rory McIlroy er ekki á meðal 50 efstu eftir að hafa spilað á 72 höggum.

Erik Van Rooyen er svo í forystu á Qatar Masters-mótinu en hann spilaði fyrstu tvo hringina á samtals sex höggum undir pari.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Golfstöðvarinnar um helgina.

Föstudagur:

19.00 PGA: The Honda Classic

Laugardagur:

02.00 LET: Ladies Classic Bonville

09.00 Qatar Masters

18.00 PGA: The Honda Classic

Sunnudagur:

02.00 LET: Ladies Classic Bonville

09.00 Qatar Masters

18.00 PGA: The Honda Classic




Fleiri fréttir

Sjá meira


×