Sport

Brady er enginn Joe Montana | Dóttir mín gæti stungið Brady af

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady hlær líklega að þessum ummælum.
Brady hlær líklega að þessum ummælum. vísir/getty

Að flestra mati hefur Tom Brady gert nógu mikið svo hægt sé að kalla hann besta leikstjórnanda allra tíma. Tvöfaldur Super Bowl-meistari frá Washington er ósammála.

Sá heitir Dexter Manley og hann hefur ekki eins mikið álit á Brady og margir.„Honum er hrósað of mikið. Það er liðið sem vinnur titla. Hann er fljótur að losa sig við boltann en hann er enginn Joe Montana,“ segir Manley en Montana átti stórkostlegan feril hjá San Francisco 49ers og er sá besti að margra mati.

„Dóttir mín gæti stungið Brady af. Hann er svo hægur. Montana er sá besti frá upphafi. Hann og Dan Marino. Þeir köstuðu boltanum best. Brady kemst ekki í þann flokk. Mér er alveg sama hvað fólk segir.“

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.