Kane tryggði Tottenham sigurinn á síðustu stundu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane skallar boltann yfir Wayne Hennessey
Harry Kane skallar boltann yfir Wayne Hennessey Vísir/Getty
Harry Kane tryggði Tottenham sigur í Lundúnaslagnum gegn Crystal Palace með marki á loka mínútum leiksins á Selhurst Park.

Tottenham hafði legið á marki Palace í 88 mínútur án árangurs þar til Harry Kane skallaði hornspyrnu Christian Eriksen í átt að marki. Wayne Hennessey var með fingur í boltanum en náði ekki að koma í veg fyrir að hann læki í marknetið.

Roy Hodgson og leikmenn hans höfðu varist vel allan leikinn og markið blaut tuska í andlitið, en þó verður að segjast að Tottenham átti skilið að vinna þennan leik.

Hvítklæddir gestirnir áttu þrettán marktilraunir, þar á meðal nokkur dauðafæri, á meðan Palace átti fimm skot að marki.

Sigurinn skýtur Tottenham upp fyrir Chelsea í fjórða sæti deildarinnar en þeir bláklæddu leika við Manchester United í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira