Lingard tryggði United sigur

Dagur Lárusson skrifar
Lingard fagnar marki sínu.
Lingard fagnar marki sínu. vísir/getty
Jesse Lingard tryggði Manchester United sigur á Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en með sigrinum komst United aftur upp í 2. sæti deildarinnar.

Það voru gestirnir frá London sem byrjuðu leikinn betur og sóttu stíft fyrstu mínúturnar og voru mikið líklegri aðilinn.

Willian skallaði boltann frá sínum eigin vítateig á 32. mínútu og kom af stað skyndisókn. Eden Hazard fékk boltann á miðsvæðinu og lagði hann inná Willian sem hafði tekið sprettinn upp völlinn og skoraði Willian framhjá David De Gea í markinu.

Forysta Chelsea dugði þó skammt þar sem Romelu Lukaku jafnaði metin aðeins sjö mínútum seinna og var staðan 1-1 í leikhlé.

Í seinni hálfleiknum voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn og sköpuðu þeir mikið af færum. Eitt af þeim færum kom á 75. mínútu þegar Romelu Lukaku fékk boltann á kanntinum, fór með boltann inn á völlinn og gaf frábæra fyrirgjöf á Jesse Lingard sem stangaði boltann í netið og staðan orðin 2-1.

Liðsmenn Chelsea reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og fékk United því stigin þrjú. Eftir leikinn er Manchester United í 2. sæti deildarinnar með 59 stig á meðan Chelsea fer niður í 5. sætið og er með 53 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira