Fótbolti

AC Milan mætir Arsenal í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan þegar Arsenal mætti síðast ítalska félaginu. Hér hefur hann betur í baráttunni við Lauren Koscielny sem spilar ennþá með Arsenal.
Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan þegar Arsenal mætti síðast ítalska félaginu. Hér hefur hann betur í baráttunni við Lauren Koscielny sem spilar ennþá með Arsenal. Vísir/Getty

Arsenal hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger eru á leiðinni til Ítalíu.

Arsenal vann sænska liðið Östersund 4-2 samanlagt en AC Milan fór áfram eftir 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í tveimur leikjum.Síðast þegar Arsenal mætti AC Milan þá var það í Meistaradeildinni árið 2012 þar sem Arsenal vann seinni leikinn 3-0 og var nærri því búið að vinna upp 4-0 tap frá því í fyrri leiknum á Ítalíu.

Fyrri leikurinn fer fram á Ítalíu 8. mars en sá seinni á Emirates leikvanginum viku síðar.

Franska liðið Lyon lenti á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi en franska liðið á möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimabelli. 
Þessi lið mætast í 16 liða úrslitunum:

Lazio (Ítalía) v Dynamo Kyiv (Úkraína)
Leipzig (Þýskaland) v Zenit (Rússland)
Atlético Madrid (Spánn) - Lokomotiv Moskva (Rússland)
CSKA Moskva (Rússland) - Lyon (Frakkland)
Marseille (Frakkland) - Athletic Club (Spánn)
Sporting CP (Portúgal) - Plzeň (Tékkland)
Dortmund (Þýskaland) - Salzburg (Austurríki)
AC Milan (Ítalía) - Arsenal (England)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.