Viðskipti innlent

Möguleg mengun í sælgæti frá IKEA

Birgir Olgeirsson skrifar
Ikea á Garðatorgi.
Ikea á Garðatorgi. Vísir/Ernir
Matvælastofnun vekur athygli neytenda á innköllun á sælgæti. IKEA hefur innkallað GODIS PÅSKKYCKLING sælgæti í 100g pokum. Ástæða innköllunarinnar er sú að mýs komust inn í framleiðslufyrirtæki sælgætisins og því gætu vörur hafa mengast.

IKEA hvetur viðskiptavini til að skila sælgætinu með eftirfarandi dagsetningum sem eru prentaðar aftan á pokann:

  • Vöruheiti: GODIS PÅSKKYCKLING sælgæti
  • Best fyrir dagsetningar: 23. október 2018 til 26. janúar 2019
IKEA segir að viðskiptavinir muni fá vöruna að fullu  endurgreidda. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. 

Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að matvælaöryggi og vörugæði séu fyrirtækinu gríðarlega mikilvæg og telur fyrirtækið þessa innköllun nauðsynlegt skref til að standast þær kröfur sem IKEA gerir.



IKEA
 biðst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×