Enski boltinn

Manchester City deildarbikarmeistari │Fyrsti bikar Guardiola með liðið

Dagur Lárusson skrifar
Kompany fagnar marki sínu
Kompany fagnar marki sínu vísir/getty
Manchester City var rétt í þessu að vinna deildarbikarinn eftir 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum en mörk City skoruðu Aguero, Kompany og David Silva.

Það var jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og skiptust liðin á að sækja. Arsenal á t.d. algjört dauðafæri á 8. mínútu þegar Jack Whilshere hóf skyndisókn og sendi boltann á Mesut Özil sem gaf fyrir á Aubameyang sem einhvern veginn náði ekki að koma boltanum í netið.

Á 19. mínútu tók Claudio Bravo markspyrnu fram völlinn og endaði boltann beint hjá Sergio Aguero sem var kominn einn í gegn og vippaði boltanum yfir Ospina í markinu og staðan orðin 1-0.

Eftir þetta mark var City með yfirhöndina út allan fyrri hálfleikinn.

Í seinni hálfleiknum héldu yfirburðir City áfram. Á 58. mínútu vann Vincent Kompany hornspyrnu sem Kevin De Bruyne tók. Hann sendi boltann út fyrir teiginn á Gundogan sem tók skot viðstöðulaust og barst boltinn til Kompany í teignum sem stýrði honum í netið og staðan orðn 2-0.

Stuttu seinna gerði Manchester City út um leikinn. Þá fékk Danilo boltann á vinstri kanntinum, kom inná völlinn og átti frábæra sendingu á David Silva inná teignum sem sneri glæsilega á Mustafi og kom boltanum í netið.








Fleiri fréttir

Sjá meira
×