Körfubolti

Tryggvi ekki með Íslandi í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir
Tryggvi Snær Hlinason verður ekki með Íslandi sem mætir Finnlandi í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann er veðurtepptur í Stokkhólmi.

Tryggvi leikur með Valencia á Spáni og keppti með liði sínu í Euroleague í gær. Hann átti að fljúga hingað til lands frá Stokkhólmi í dag en fluginu var frestað vegna veðurs. Hann er því enn í Svíþjóð en er væntanlegur hingað til lands síðar í kvöld.

Hannes Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í kvöld og sagði að vegna reglna FIBA væri ekki hægt að bæta nýjum leikmanni í hóp Íslands eftir tæknifund fyrir leikinn, sem haldinn var í gær. Ísland verður því með aðeins ellefu leikmenn til taks í leiknum gegn Finnum í kvöld.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu hér fyrir neðan en hann hefst klukkan 19.45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×