Viðskipti innlent

Lofa að tilkynna óhöppin framvegis

AIG skrifar
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Vísir/Anton
Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax viðurkenna að það hafi verið mistök að tilkynna Umhverfisstofnun ekki um tvö óhöpp sem urðu á búnaði fyrirtækisins í síðustu viku. Þeir segjast munu sjá til þess að það verði gert í framtíðinni.

„Í framtíðinni munum við tilkynna öllum þremur stofnununum, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Fiskistofu, bara til að vera alveg viss. Í þessu tilfelli mátum við það svo að við þyrftum ekki að tilkynna þetta til Umhverfisstofnunar. Það voru mistök, við báðumst afsökunar á því og munum gera það hér eftir,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax.

Annað málið sem um er að ræða snýst um að 53.110 eldislaxar hafi drepist þegar reynt var að flytja laxinn úr sjókví í Tálknafirði sem hafði bilað og yfir í bát fyrirtækisins. Hins vegar kom gat á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði um svipað leyti.

Eftirlit með fiskeldi hefur verið gagnrýnt að undanförnu í kjölfar þessara tveggja óhappa hjá Arnarlaxi. Matvælastofnun hefur enn ekki, 11 dögum eftir að óhöppin voru tilkynnt, farið á staðinn og tekið út búnaðinn.

Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, er ekki á því að eftirliti sé ábótavant varðandi fiskeldi hér á landi. Þvert á móti hafi það batnað mikið undanfarin tvö ár.

Mynd úr skýrslu Mast.Mast





Fleiri fréttir

Sjá meira


×