Innlent

Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. VÍSIR/EYÞÓR
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveði að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar rekur hún fyrri störf sín fyrir flokkinn og segir það vera ástríðu sína og forréttindi að fá að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar, eiga samtöl og samvinnu við fólk og hlúa að framtíð og tækifærum íslensks samfélags.

„Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta á næstu dögum og vikum um sóknarfæri okkar sjálfstæðismanna,“ segir Þórdís.

Þórdís er sú eina sem hefur boðið sig fram til varaformennsku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, hefur gegn stöðu varaformanns en nýr varaformaður hefur ekki verið kjörinn síðan Ólöf Nordal féll frá í febrúar í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×