Golf

Woods með augastað á fyrsta sigrinum í fimm ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods og Rory McIlroy.
Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty

Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum.

Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins.

Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu.Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna.

Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari.

Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.