Enski boltinn

Conte: Þetta er búið

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist vilja hætta öllum deilum við kollega sinn hjá Manchester United, José Mourinho, en þeir félagarnir hafa verið að elda grátt silfur saman síðan sá ítalski kom til Chelsea.

Það vakti mikla athygli á síðasta tímabili þegar Jose Mourinho var alls ekki sáttur með Conte eftir leik Chelsea og Manchester United á tímabili sem endaði með 4-0 sigri Chelsea en eftir leikinn virtist Mourinho láta Conte heyra það.

Aðspurður út í þetta mál sagðist Conte ekki hafa áhuga á að ræða það.

„Ég hef engan áhuga á þessu umræðuefni. Við höfum báðir sagt mikið af hlutum í fortíðinni en núna er það hætt.“

„Fyrir mér, þá er þetta búið.“

Jose Mourinho virtist taka í sama streng og kollegi sinn þegar hann var spurður út í málið.

„Ég sagði við ykkur áðan að ég ætla mér ekki að tala um þetta. Hann er frábær stjóri, með frábært lið og það er það sem er mikilvægt fyrir mér, aðeins það.“

Manchester United og Chelsea mætast á Old Trafford á morgun klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×