Sport

Snorri fánaberi á lokahátíðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir fór fyrir íslenska hópnum á setningarathöfninni
Freydís Halla Einarsdóttir fór fyrir íslenska hópnum á setningarathöfninni Vísir/Getty
Snorri Einarsson mun bera íslenska fánann á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í PyenogChang.

Snorri keppti í skíðagöngu á leikunum, í 15km göngu með frjálsri aðferð, 30km skiptigöngu og 50km skíðagöngu. Hann varð í 56. sæti í 15km og 30km göngunum en náði ekki að ljúka keppni í 50km göngunni sem fram fór í nótt en hann hefur verið að glíma við veikindi.

Snorri hefur verið í sérflokki í skíðagöngu á Íslandi á undanförnum árum og náði bestum árangri allra frá upphafi innan Skíðasabands Íslands á síðasta ári. Það er einungis Kristinn Björnsson sem hefur náð betri árangri en Snorri í sögunni.

Lokahátíðin fer fram annað kvöld að staðartíma, klukkan 11:00 fyrir hádegi á morgun á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×