Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umtalsvert eignatjón varð í nótt í einhverri mestu rigningu sem mælst hefur á einum sólarhring á höfuðborgarsvæðinu. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum líka við dómsmálaráðherra sem segir tímabært að jafna stöðu lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra og boðar lagafrumvarp um málið næsta haust. Í fréttatímanum fjöllum við einnig um olíuleitarútboð í Færeyjum en aðeins ein umsókn barst um olíuleit í fjórða útboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum.

Þá munum við ræða við Þordísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur sem sækist eftir embætti varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í mars og kíkjum á uppboð Samskipa þar sem ósóttar vörusendingar voru seldar. Vörubretti af skóm og tuttugu og sex kaffivélar voru á meðal muna sem döguðu uppi í vöruhúsinu og voru seldir hæstbjóðanda.

Kvöldfréttirnar eru í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×