Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Old Trafford

Dagur Lárusson skrifar
Manchester United og Chelsea mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn hefst klukkan 14:00.

Fyrri leikur dagsins er þó viðureign Crystal Palace og Tottenham á Selhurst Park klukkan 12:00. Tottenham hefur verið á miklu flugi í deildinni upp á síðkastið en liðið sigraði meðal annars Manchester United og Arsenal auk þess sem liðið gerði jafntefli við Liverpool á Anfield.

Tottenham situr þó ennþá í 5. sæti deildarinnar með 52 stig en getur komist í 4. sætið, um stundarsakir a.m.k, ef liðið nær að vinna Crystal Palace.

Crystal Palace hefur gengið brösulega upp á síðkastið en mikið er um meiðsli hjá liðinu þessa dagana og er t.d. Wilfried Zaha fjarri góðu gamni.

Palace er eins og er í 17. sæti með 27 stig en getur með sigri komist upp í 14. sætið.

Stórleikur helgarinnar fer fram á Old Trafford en þar mætast Manchester United og Chelsea.

Hvorugu liðinu hefur gengið vel upp á síðkastið en Manchester United hefur meðal annars tapaði fyrir Tottenham og Newcastle á síðustu vikum. Chelsea hefur aðeins veriða að rétta úr kútnum eftir erfiðan janúarmánuð en liðinu tapaði m.a. fyrir Watford 4-1 nú á dögunum.

Með sigri kemst United aftur upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Chelsea getur mögulega komist upp í 3. sætið ef markatalan er nægilega góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×