Innlent

Höfðu samband við foreldra of ungs ökumanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð vaktina í borginni í gærkvöldi og í nótt og hafði í ýmsu að snúast samkvæmt dagbók hennar. Þar kemur fram að um klukkan átta í gærkvöldi voru höfð afskipti af einstaklingi á Laugavegi sem grunaður er um vörslu fíkniefna. Þremur tímum síðar voru höfð afskipti af einstaklingi í Lækjargötu sem grunaður er um sölu fíkniefna.

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð við Gjánna á Hafnarfjarðarvegi. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki náð 17 ára aldri og því próflaus. Var haft samband við foreldra ökumanns og þeim gerð grein fyrir málinu.

Þá voru afskipti höfð af þremur ökumönnum í nótt, tveir þeirra grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna en einn þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×