Golf

Valdís Þóra endaði þriðja og jafnaði besta árangur Íslendings

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra í brautinni í nótt
Valdís Þóra í brautinni í nótt mynd/let

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem fram fór í Ástralíu um helgina.

Valdís var í toppbaráttu alla helgina, fór fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari, annan daginn fór hún á tveimur höggum undir pari, paraði skor vallarins á þeim þriðja og fór lokahringinn í nótt á tveimur höggum undir pari.

Hún endaði því samtals á sjö höggum undir pari, þremur höggum frá hinni frönsku Celine Boutier sem vann mótið. Katie Burnett frá Bandaríkjunum var í öðru sæti.

Valdís spilaði nokkuð stöðugt golf í dag, fékk fjóra fugla og tvo skolla, en paraði hinar holurnar tólf. Með árangrinum í dag jafnaði hún besta árangur Íslendings á Evrópumótaröðinni, en hún átti hann sjálf frá því hún lenti í 3. sæti á móti í Kína á síðasta ári.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 14. - 15. sæti á mótinu á pari vallarins ásamt Florentyna Parker frá Englandi.

Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi undir pari. Hún byrjaði mótið hræðilega og fór fyrsta hringinn á 80 höggum, eða átta höggum yfir pari og var á meðal neðstu kvenna. Að hún hafi náð að komast í gegnum niðurskurðinn og vinna sig svo hátt upp töfluna er hreint ótrúlegur árangur.

Ólafía fékk þrjá fugla og tvo skolla á lokahringnum í nótt en spilaði rest á pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.