Körfubolti

Warriors vann loksins Oklahoma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Steph Curry var góður í nótt.
Steph Curry var góður í nótt. vísir/getty
Eftir tvo tapleiki gegn Oklahoma City Thunder tóks meisturunum í Golden State Warriors loks að vinna þegar liðin mættust á heimavelli Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Warriors spilaði sterkan varnarleik allan leikinn og gerðu meistararnir út um leikinn í þriðja leikhluta með skotsýningu, lokatölur urðu 112-80.

Kevin Durant var með 28 stig og Stephen Curry 21, þar af fimm þriggja stiga körfur.

„Við erum meistararnir. Við erum 46-14 og erum meðal bestu liða á útivelli. Við erum búnir að spila svona í tvö ár og verðum að halda áfram að vera samkvæmir sjálfum okkur,“ sagði Durant eftir leikinn.



Philadelphia 76ers náði í sinn sjöunda sigur í röð þegar liðið tók á móti Orlando Magic og hefur sigurganga þeirra aldrei verið lengri á tímabilinu. Eftir að hafa verið 22 stigum yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum missti Philadelphia forystuna niður í níu stig.

Þá tók Mario Hezonja málin í sínar hendur, skoraði þriggja stiga körfu og 76ers hékk á sigrinum.

Sex leikmenn 76ers náðu stigaskori sínu upp í tveggja stiga tölu, þar af var Joel Embiid atkvæðamestur með 28 stig og 14 fráköst. Ben Simmons setti 17 stig og JJ Redick 16.



Úrslit næturinnar:

Philadelpha 76ers - Orlando Magic 116-105

Miami Heat - Memphis Grizzlies 115-89

New York Knicks - Boston Celtics 112-121

Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 112-80

Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 122-104

Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 104-106

Utah Jazz - Dallas Mavericks 97-90

Sacramento Kings - LA Lakers 108-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×