Enski boltinn

Sjáðu markaveislu Liverpool og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var að venju nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enginn af leikjunum sjö endaði markalaus og Everton var eina liðið sem náði ekki að skora mark.

Dagurinn byrjaði rólega með leik Leicester og Stoke en það rættist úr leiknum með marki Xherdan Shaqiri og ótrúlegu sjálfsmarki Jack Butland.

Leikmenn Liverpool buðu enn og aftur upp á skotsýningu þegar liðið gekk nokkuð örugglega frá West Ham 4-1. Leik Brighton og Swansea lauk einnig með 4-1 sigri. Þar voru það þó leikmenn Brighton sem sáu um markaskorunina, því mark Swansea var sjálfsmark Lewis Dunk.

Bournemouth náði að koma til baka gegn Newcastle og gera 2-2 jafntefli. Huddersfield náði í sigur gegn botnliði West Brom og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar gerðu jafntefli við Southampton 1-1.

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar í Everton lágu á útivelli fyrir Watford í lokaleik dagsins, 1-0.

Öll helstu atvik úr leikjum gærdagsins má sjá í spilurunum í fréttinni.

Liverpool - West Ham 4-1
Burnley - Southampton
Leicester - Stoke 1-1
Watford - Everton
Brighton - Swansea 4-1
Bournemouth - Newcastle 2-2
West Brom - Huddersfield 1-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×