Enski boltinn

Eigendur West Ham bornir saman við Hitler

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn í bolum til minningar Bobby Moore féllu í skuggann af skiltinu
Stuðningsmenn í bolum til minningar Bobby Moore féllu í skuggann af skiltinu Vísir/Getty
Mikil reiði ríkir á meðal stuðninsgmanna West Ham gangvart eigendum félagsins og gengu nokkrir stuðningsmenn svo langt í gær að segja eigendurna hafa skaðað austurhluta Lundúna meira en Adolf Hitler.

West Ham datt niður í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær og er aðeins þremur stigum frá fallsæti eftir tap gegn Liverpool.

Stuðningsmenn félagsins eru óánægðir með misheppnuð félagsskipti í síðustu gluggum, kynþáttahneyksli sem skók félagið á síðustu vikum og flutninginn á Lundúnaleikvanginn.

West Ham minntist fyrrum hetju félagsins, Bobby Moore, í gær en hann dó fyrir 25 árum. Virðingarvotturinn týndist þó í samanburði við skilti sem sjá mátti í stúkunni á Anfield.

„Brady, Sullivan og Gold. Þið hafið valdið meiri skaða í austurhluta Lundúna heldur en Adolf Hitler gerði. Út, út, út,“ stóð á skiltinu.

Bróðurpartur austurhluta Lundúna var lagður í rúst í seinni heimstyrjöldinni í sprengjuárás og kallaði þýski herinn svæðið „skotmark A.“

Skiltið þykir hafa farið yfir strikið, sérstaklega í ljósi þess að annar eigandanna, David Gold, er gyðingur. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×