Lífið

Greta Salóme tognaði rétt fyrir sýningu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Greta Salóme fer með hlutverk Meg Giry í söngleiknum og er einnig leikstjóri verksins.
Greta Salóme fer með hlutverk Meg Giry í söngleiknum og er einnig leikstjóri verksins. Instagram/Greta Salóme
Greta Salóme Stefánsdóttir tognaði á kálfa á æfingu á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu í gær. Hún harkaði þó af sér og komst slösuð í gegnum sýninguna. „The show must go on, það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Greta Salóme.

Greta fer með hlutverk Meg Giry í þessum fræga söngleik eftir Andrew Lloyd Webber og er einnig leikstjóri sýningarinnar.

Hún segir að rétt fyrir sýninguna í gær hafi hún slasað sig. „Ég á að leika aðal ballerínuna. Við vorum að hita upp og fara yfir atriðið og ég veit í raun ekkert hvað ég gerði en ég heyrði bara eitthvað gerast í kálfanum," segir Greta. 

Greta kláraði hvert atriðið á fætur öðru á hörkunni. „Það var kallaður til sjúkraþjálfari sem teipaði mig alla og svo var ég með frábæra tæknimenn í Hörpu sem voru yndislegir og hjálpuðu mér mikið. Þeir spreyjuðu á mér kálfann og nudda hann þess á milli.“

„Ég hef átt auðveldari sýningar. Að þurfa að flögra um sviðið með tognaðan kálfa var ekki mjög glæsilegt,“ segir Greta.

Í kvöld verður fjórða og síðasta sýningin á söngleiknum í Hörpu og Greta segir að hún sé mun betri í kálfanum í dag heldur en í gær. „Ég geri ráð fyrir því að ég verði örlítið skárri ballerína í kvöld,“ segir Greta en hún er ekki með mikinn bakgrunn í ballet heldur stundaði hún samkvæmisdans áður.


Tengdar fréttir

Tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum

Senn kemur að frumsýningu The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber á sviði Eldborgar í Hörpu. Hún verður á laugardaginn. Valgerður Guðnadóttir fer þar með eitt af lykilhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×