Fótbolti

Nasri dæmdur í sex mánaða bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. Hann hefði betur sleppt því.
Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. Hann hefði betur sleppt því. mynd/twitter
Fyrrum leikmaður Manchester City, Samir Nasri, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann frá fótbolta eftir að hafa fengið vökvagjöf í æð.

Nasri fékk 500 millilítra af vökva í æð á meðan hann var í fríi í Los Angeles í desember 2016. Hann hafði veikst og hringt í þáverandi kærustu sína, sem er læknir og mælti með því að hann færi í meðferðina.

Hann fékk meðferðina frá einkareknu fyrirtæki sem kallar sig Drip Doctors og sérhæfir sig í að „kveikja á vöðvunum og laga streitu,“ með vökva í æð.

Eftir að Nasri setti mynd af sér á samfélagsmiðla með einum stofnanda fyrirtækisins vaknaði athygli á málinu hjá WADA, en reglur stofnunarinnar segja að íþróttamenn megi ekki fá meira en 50 millilítra á hverjum sex klukkutímum.

Á þeim tíma var Nasri á láni hjá Sevilla og bað félagið um undanþágu vegna veikinda Nasri, en UEFA hafnaði þeirri beiðni.

Frakkin er án félags eins og er og má ekki koma nálægt fótboltaiðkun í sex mánuði.


Tengdar fréttir

Nasri seldur til Tyrklands

Samir Nasri er genginn í raðir tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Antalyaspor frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×