Fótbolti

Keflavík tók Leikni í kennslustund │ Víkingur vann Hauka

Dagur Lárusson skrifar
Jeppe Hansen skoraði.
Jeppe Hansen skoraði. vísir/ Anton Brink

Keflavík og Haukar fóru með sigur af hólmi í leikjum dagsins í þriðja riðli A-deildar í Lengjubikar karla.

Það var Marko Nikolic sem kom Keflavík yfir strax á 7. mínútu gegn Leikni Reykjavík. Aðeins fimm mínútum seinna var staðan orðin 2-0 en þá skoraði Jeppe Hansen af vítapunktinum.

Keflavík hélt áfram að sækja og komst í 3-0 á 23. mínútu með marki frá Sindra Þór Guðmundssyni og var staðan 3-0 í hálfleik.

Sindri var síðan aftur á ferðinni á 61. mínútu og skoraði þá sitt annað mark í leiknu og kom sínum mönnum í 4-0 og það reyndust lokatölur leiksins.

Í hinum leiknum í riðlinum mættust Haukar og Víkingur Ólafsvík þar sem Ólsarar unnu sterkan sigur.

Eftir leikinn er Keflavík með 4 stig, Haukar með 3 stig, Víkingur með 3 stig og Leiknir með 0 stig á botni riðilsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.