Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Loftárásir á Ghouta-héraðið í útjaðri Damaskus héldu áfram í nótt í morgun þrátt fyrir þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Alls hafa 520 óbreyttir borgarar látist í árásum á Ghouta bara í þessari viku að sögn mannúðarsamtakanna Syrian Observatory for Human Rights. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Við fjöllum líka um rútuslys sem varð á fimmta tímanum en rúta með að minnsta kosti þrjátíu ungmennum valt á Borgarfjarðarbraut norðan Hvanneyrar. Opnuð var fjöldahjálparmiðstöð í Borgarnesi vegna slyssins. Við verðum í beinni þaðan.

Í fréttatímanum verður einnig umfjöllun um lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi en Bretar sýna verkefninu ennþá mikinn áhuga þótt lítið sé að gerast í því af hálfu Íslendinga. Þá verður fjallað um hvalveiðar en sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun telur að hvalveiðar Íslendinga hafi lítil áhrif á hvalastofninn á heimsvísu.

Loks verður rætt við sérfræðing í menntamálum frá Stokkhólmi sem hefur sérhæft sig í að aðstoða óvirka einstaklinga. Hún telur að staðnað skólakerfi sem hafi lítið breyst í hundrað ár skýri mikið brotthvarf úr námi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×