Innlent

Framboð Braga stuðningsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar við vinnubrögð sem kvartað var undan

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra segir að í ljósi alvarleika málsins geti núverandi félags-og jafnréttismálaráðherra ekki leynt niðurstöðum athugunar.
Fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra segir að í ljósi alvarleika málsins geti núverandi félags-og jafnréttismálaráðherra ekki leynt niðurstöðum athugunar. Vísir/Ernir
Á Facebooksíðu sinni kallaði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, eftir niðurstöðum á athugun Velferðarráðuneytisins vegna kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Í ljósi alvarleika málsins geti Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra ekki leynt niðurstöðum athugunarinnar.

Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.vísir/valli
Sækist eftir kjöri hjá Sameinuðu þjóðunum

Í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins sækist Bragi eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann gerir það með blessun ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir:

„Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“

Sama dag og tilkynnt var um framboð Braga fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu og tilkynnti þeim um fyrirhugaðar breytingar sem ætlað er að auka traust.Fréttablaðið/Pjetur
Kvartanirnar hafi verið alvarlegar

Þorsteinn, sem gengdi stöðu félags-og jafnréttismálaráðherra þegar kvartanirnar bárust, segir að umkvartanir nefndanna hefðu verið fjölmargar og alvarlegar. Í því samhengi nefnir Þorsteinn að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum og að trúnaðarbrestur hefði komið upp á milli nefndanna og Barnaverndarstofu.

Þorsteinn telur að með stuðningi við framboð Braga sé ríkisstjórnin að gefa út stuðningsyfirlýsingu við þau vinnubrögð sem kvartað var undan.

Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Þorsteins í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×