Innlent

Hvasst en milt næstu daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun viðra ágætlega til ljósmyndunar næstu daga.
Það mun viðra ágætlega til ljósmyndunar næstu daga. VÍSIR/EYÞÓR

Gera má ráð fyrir allhvössum eða hvössum vindi í dag. Þannig má ætla að hviður undir Hafnarfjalli nái 35 til 40 m/s, ekki síður norðan við fjallið. Eins verður byljótt á Snæfellsnesi. Þá tekur ekki að lægja að gagni fyrr en síðdegis og í kvöld á Snæfellsnesi.

Gular viðvaranir taka gildi fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð síðar í dag og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega.

Þrátt fyrir það verður veður milt að sögn Veðurstofunnar þó að vindinum gæti fylgt væta af og til á vestanverðu landinu.

Vindur verður þó hægari á austanverðu landinu og enn hægari á morgun. Annars er „svipað“ veður í kortunum næstu daga. Hitinn verður á bilinu 2 til 10 stig í dag og hlýjast nyrst.

Það kólnar smám saman á landinu á miðvikudag og gera spár ráð fyrir að það geti snjóað dálítil norðvestantil á landinu. 

Síðan er að sjá að norðaustanáttin taki yfirhöndina með éljum fyrir norðan og austan og frysti um allt land.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og lítilsháttar væta á V-verðu landinu, skýjað með S-ströndinni, en annars hægviðri og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Hægsuðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en snjómugga eða slydda með köflum NV-til og kólnar í veðri.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og víða dálítil snjókoma eða él, en léttir til V-lands síðdegis. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með éljum, en bjartviðri S- og V-lands. Frost um allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.