Golf

Brutu kjálka hennar og nef á fimm stöðum í desember en svo vann hún LPGA mót í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Korda fagnar sigri.
Jessica Korda fagnar sigri. Vísir/Getty

„Það er mjög gott vandamál að vera glíma við verki í kjálkanum af því að ég er búin að brosa of mikið,“ sagði hin bandaríska Jessica Korda eftir glæsilegan sigur hennar á LPGA móti í Tælandi í gær. Kjálkinn hennar setti nefnilega sigur hennar í nýtt samhengi.

Jessica Korda var að taka þátt í sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu en það var ekki að sjá á spilamennsku hennar. Korda spilaði hringina fjóra á 25 höggum undir pari og vann mótið með fjórum höggum.
Í desember þurfti Jessica Korda að leggjast á skurðarborðið þar sem kjálki og nef hennar voru brotin á fimm stöðum. Markmiðið var að laga skakkt bit hennar sem hafði skapað henni mikil óþægindi.

Þetta var þriggja tíma aðgerð og Korda endaði með 27 skrúfur í andlitinu eftir hana. Allt staðreyndir sem gerir spilamennsku hennar um helgina enn merkilegri.

Jessica Korda er ekki búin að ná sér að fullu og er enn aum í andlitinu. Það kom samt ekki í veg fyrir að hún spilaði hringina fjóra á 66 (-6), 62 (-10), 68 (-4) og 67 (-5). 
Announcement  pic.twitter.com/i4ueiHESV7
 
So... I got to do this today  #IVEMISSEDYOU pic.twitter.com/1eYlJmvQJDAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.