Golf

Brutu kjálka hennar og nef á fimm stöðum í desember en svo vann hún LPGA mót í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jessica Korda fagnar sigri.
Jessica Korda fagnar sigri. Vísir/Getty
„Það er mjög gott vandamál að vera glíma við verki í kjálkanum af því að ég er búin að brosa of mikið,“ sagði hin bandaríska Jessica Korda eftir glæsilegan sigur hennar á LPGA móti í Tælandi í gær. Kjálkinn hennar setti nefnilega sigur hennar í nýtt samhengi.

Jessica Korda var að taka þátt í sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu en það var ekki að sjá á spilamennsku hennar. Korda spilaði hringina fjóra á 25 höggum undir pari og vann mótið með fjórum höggum.







Í desember þurfti Jessica Korda að leggjast á skurðarborðið þar sem kjálki og nef hennar voru brotin á fimm stöðum. Markmiðið var að laga skakkt bit hennar sem hafði skapað henni mikil óþægindi.

Þetta var þriggja tíma aðgerð og Korda endaði með 27 skrúfur í andlitinu eftir hana. Allt staðreyndir sem gerir spilamennsku hennar um helgina enn merkilegri.

Jessica Korda er ekki búin að ná sér að fullu og er enn aum í andlitinu. Það kom samt ekki í veg fyrir að hún spilaði hringina fjóra á 66 (-6), 62 (-10), 68 (-4) og 67 (-5).





 

Announcement  pic.twitter.com/i4ueiHESV7

 

So... I got to do this today  #IVEMISSEDYOUpic.twitter.com/1eYlJmvQJD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×