Lífið

Dúett upp á tíu sem gerði allt vitlaust í The Voice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dómararnir voru vel hrifnir af flutningi Chris og Holly.
Dómararnir voru vel hrifnir af flutningi Chris og Holly.
Chris James og Holly Ellison tóku lagið I'd Do Anything For Love eftir Meatloaf & Lorraine Crosby í einvígi í bresku útgáfunni af The Voice.

Söngvarinn Meatloaf gerði lagið ódauðlegt árið 1993 en það var að finna á plötunni Bat Out of Hell II: Back into Hell.

Einvígið fer þannig fram að saman syngja þau dúett og aðeins annar aðilinn kemst áfram.

Flutningurinn hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum og þóttu þau standa sig mjög vel eins og sjá má hér að neðan.

Dómarinn Olly Murs henti Holly Ellison áfram í keppninni en þá máttu hinir dómararnir stela Chris James. Því miður fyrir hann er hann úr leik.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×