Íslenski boltinn

FH fær risa frá Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes í leik með liði sínu í Kína.
Gomes í leik með liði sínu í Kína. vísir/getty

Varnarmaðurinn Edigeison Gomes D'Almeida, eða bara Eddi Gomes, hefur fengið félagaskipti í FH frá liði í Kína.

Hér er um að ræða 29 ára gamlan leikmann sem er fæddur í Gíneu Bissá en flutti ungur að árum til Danmerkur þar sem hann fékk sitt fótboltauppeldi.

Gomes er afar hávaxinn varnarmaður eða heilir 196 senitmetrar. Hann hóf feril sinn hjá Herlev í Danmörku en lék svo með HB Kögen og Esbjerg áður en hann gekk í raðir Henan Jianye í Kína.

Hann var í Ólympíulandsliði Dana á ÓL í Ríó árið 2016 en kaus síðar að leika fyrir landslið Gíneu Bissá og hefur þegar spilað einn landsleik fyrir þjóðina.

Á heimasíðu KSÍ stendur að félagaskiptin séu tímabundin en FH hefur ekki gefið neitt frá sér varðandi málið. Ekki náðist í forráðamenn FH við vinnslu þessarar fréttar.

FH hefur misst marga varnarmenn í vetur og því þarf ekki að koma á óvart að þeir séu byrjaðir að fjölga varnarmönnum í sinn hóp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.