Golf

Valdís Þóra upp um 70 sæti á heimslistanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega
Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega mynd/let

Valdís Þóra Jónsdóttir stökk upp um 70 sæti á heimslistanum í golfi eftir frábæra spilamennsku á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu um helgina.

Valdís Þóra er nú í sæti 313 en var áður í 383. sæti. Valdís er ein af hástökkvurum listans í þetta sinn og stökk hæst af þeim sem voru í efstu 500 sætunum.

Valdís lenti í þriðja sæti á mótinu í Ástralíu og hoppaði einnig hátt á peningalista Evrópumótaraðarinnar með þeim árangri. Hún verður aftur á ferðinni á Evrópumótaröðinni um komandi helgi þegar hún keppir á NSW Open mótinu sem haldið er á svipuðum stað í Ástralíu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir færir sig upp um eitt sæti, í 172. sætið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.