Fótbolti

Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Notkun myndbandsdómara er mjög umdeild
Notkun myndbandsdómara er mjög umdeild vísir/getty

Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi.

Löggjafarvald fótboltans, International Football Association Board, fundar um næstu helgi til þess að ákveða hvort eigi að taka tæknina varanlega inn í fótboltann.

Ef IFAB kýs að samþykkja myndbandsdómgæslu þá neyðist Alþjóðaknattspyrnusambandið til þess að nota kerfið á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Forseti evrópska knattspyrnusambandsins, Aleksander Ceferin, vill þó ekki sjá kerfið í Meistaradeildinni.

„Stuðningsmennirnir sjá VAR skjáinn aftur og aftur en það veit enginn hvernig þetta virkar. Við munum ekki nota þetta í Meistaradeildinni á næsta tímabili,“ sagði Ceferin.

Hann vildi þó ekki hafna kerfinu algjörlega, heldur vill að þróun kerfisins fái meiri tíma og ekki eigi að setja það í hraðmeðferð.

Samkvæmt skýrslu IFAB hefur VAR kerfið verið árangursríkt í 98,9 prósentum tilfella í prófunarferlinu sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Forseti FIFA styður kerfið og notkun þess á Heimsmeistaramótinu í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.