Fótbolti

Neymar brotinn og missir væntanlega af Real-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty

Maðurinn sem var keyptur til að koma Paris Saint Germain alla leið í Meistaradeildinni verður nær örugglega ekki með liðinu í seinna leiknum á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum keppninnar í ár.

Brasilíumaðurinn Neymar var borinn af velli í leik PSG og Marseille á sunnudagskvöldið eftir að hafa snúið sig illa á ökkla undir lok leiksins. Nýjustu fréttirnir af meiðslum hans eru ekki góðar.Við myndatöku kom í ljós að fimmta framristarbein brotnaði og hann verður ekki orðinn góður eftir níu daga þegar leikur Paris Saint Germain og Real Madrid fer fram í París.

Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli sínum og er því í góðri stöðu.

Parísarliðið eyddi 200 milljónum punda í Neymar þegar félagið keypti hann frá Barcelona í ágúst. Hann hefur skorað 29 mörk í 30 leikjum á tímabilinu.Hér fyrir neðan má sjá hvernig Brasilíumaðurinn meiddi sig í þessum leik á móti Marseille en hann hafði þá þegar lagt upp tvö af þremur mörkum liðsins í leiknum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.