Fótbolti

Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho fagnar markinu sem hann lagði upp fyrir Luis Suarez.
Philippe Coutinho fagnar markinu sem hann lagði upp fyrir Luis Suarez. Vísir/Getty

Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu.

Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun.

Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp.

Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar.

Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar.

Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu.

Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.