Sport

Kærastan þín lítur út eins og hestur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nickerson pakkaði Colby saman með góðu hestagríni.
Nickerson pakkaði Colby saman með góðu hestagríni. vísir/getty

Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að safna mannskap sem er til í að hata hann af innlifun. Hann er óstöðvandi í að móðga allt og alla.

Covington náði ákveðnum hápunkti er honum tókst að móðga brasilísku þjóðina í heild sinni og þurfti í kjölfarið á lífvörðum að halda. Hann slapp lifandi úr landi.

Um nýliðna helgi var Covington í stuði til þess að móðga og gekk þá allt of langt að allra mati. Það finnst enginn sem segir að þessi hegðun sé í lagi.Andstæðingur hans í veltivigt UFC, Mike Perry, var þá að berjast í Orlando og kærastan hans, tenniskonan Danielle Nickerson, var í horninu hjá honum og heyrðist vel til hennar öskra tilmæli til kærastans.

Covington sá það og hjólaði sér á Twitter. Sagði að kærastans hans liti út eins og hestur og það væri ekki það gáfulegasta að vera með hana sem þjálfara. Perry tapaði bardaganum.

Fjölmargir hneyksluðust á þessum móðgunum Covington og létu hann heyra það. Þar á meðal aðrir UFC-kappar sem sögðu hann hafa gengið allt of langt að þessu sinni.

Nickerson lét ruslakjaftinn ekki raska ró sinni og gerði grín að öllu saman á Instagram. Rothögg segja einhverjir.


 
Just Horsing Around
A post shared by Danielle Nickerson (@platinumprincessofficial) on

Perry og Nickerson eru skemmtilegt par. vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.