Golf

Lét golfdólginn heyra það og vann mótið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas fagnar um síðustu helgi.
Thomas fagnar um síðustu helgi. vísir/getty

Justin Thomas þurfti að ganga í gegnum ýmislegt er honum tókst að vinna Honda Classic mótið um síðustu helgi.

Mótið var æsispennandi en Thomas stóð uppi sem sigurvegari eftir umspil gegn Luke List.

Thomas var þó með golfdólg á hælunum á sér lengi. Hann öskraði á hann línum eins og: „Vonandi fer boltinn í vatnið“ og „skjóttu í sandglompuna“.

Kylfingar reyna venjuleg að leiða svona dólga hjá sér en Thomas fékk nóg.

„Ég var kominn með upp í kok af þessum gaur. Ég snéri mér við og öskraði hver þetta væri? Hann var því leiddur út af vellinum. Mér finnst ekki gaman að láta henda fólki út af vellinum en þessi gekk bara of langt,“ sagði Thomas.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.