Viðskipti innlent

Lagt til að Jón fái 1,4 milljóna króna greiðslu

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
Stjórn N1 leggur til við aðalfund félagsins, sem fram fer í næsta mánuði, að stjórnarmaðurinn Jón Sigurðsson fái ríflega 1,4 milljóna króna greiðslu fyrir störf sín sem formaður fjárfestingaráðs N1 á síðasta ári. Greiðslan bætist við stjórnarlaun Jóns sem námu 4,4 milljónum króna í fyrra.

Jón og Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, sitja í fjárfestingaráði félagsins en hlutverk þess er að vinna að greiningum og tillögum stjórnar um fjárfestingar. Eins og kunnugt er var skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi á síðasta ári en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Stjórn N1 leggur auk þess til að Jón fái, sem formaður fjárfestingaráðsins, 140 þúsund krónur á mánuði á þessu ári. Bætist sú greiðsla við 360 þúsund króna mánaðarlaun hans sem stjórnar­manns.

Þá er lagt til að stjórnarlaun stjórnar­formanns N1 verði 720 þúsund krónur á mánuði á þessu ári og mánaðarlaun varaformanns stjórnar 540 þúsund krónur. Margrét Guðmundsdóttir hefur gegnt stjórnarformennsku í N1 frá 2012 en Helgi Magnússon er varaformaður stjórnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×