Lífið

„Mér finnst myndböndin akkúrat ekkert lík“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Hannes gaf út nýtt myndband við lagið Gold-Digger í gær.
Aron Hannes gaf út nýtt myndband við lagið Gold-Digger í gær.
Aron Hannes gaf út nýtt tónlistarmyndband við lagið Gold-Digger í gær en hann mun flytja lagið í Söngvakeppninni á laugardaginn. Þá verður framlag Íslands í Eurovision valið.

Hönnuðurinn Erna Bergmann bendir á þó nokkur líkindi milli myndbandsins og myndbands Emmsjé Gauta við lagið Hógvær.

Í myndbandi Arons Hannesar má sjá hann og bakraddarsöngvarana í ljósum kakíbuxum, í skyrtu með peysu bundna utan um hálsinn. Það er skemmst frá því að segja að menn eru í raun alveg eins klæddir í myndbandi rapparans vinsæla.

Erna bendir á þetta á Facebook og sýnir hún mynd máli hennar til stuðnings. Magnús Leifsson leikstýrir myndbandi Emmsjé Gauta og er hann einnig hugmyndasmiður þess.





Valli Sport telur myndböndin ekkert lík.
„Ég hvet fólk bara til að horfa á myndböndin og bera þau saman. Mér finnst myndböndin akkúrat ekkert lík. Þó það sé eitt skjáskot þar sem menn eru svipað klæddir,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport, umboðsmaður Arons Hannesar.

„Mér finnst myndbandið bara frábært og ég óska henni til hamingju  með það,“ segir Valli en Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði því. Erna Bergmann var stílisti myndbandsins með Emmsjé Gauta. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Gold-Digger.





Hér að neðan má síðan sjá myndbandið við lagið Hógvær með Emmsjé Gauta.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×