Menning

Hinsta kveðja Jóhanns Jóhannssonar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ný hljómplata eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson kemur út í mars.
Ný hljómplata eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson kemur út í mars. vísir/getty
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hafði lagt lokahönd á plötuna Englabörn & Variations skömmu áður en hann féll frá í byrjun febrúar.

Þýska hljómplötufyrirtækið Deutsche Grammophon gefur plötuna út 23. mars næstkomandi eins gert var ráð fyrir áður og er það gert með stuðningi fjölskyldu Jóhanns að því er fram kemur í Twitterfærslu frá fyrirtækinu.

Á plötunni endurútsetur Jóhann tónlistina sem hann samdi fyrir leiksýninguna Englabörn sem var frumsýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu haustið 2001 við góðar undirtektir. Lögin voru síðan gefin út á hljómplötu árið 2002.

Í færslu Deutsche Grammphon segir einnig að Jóhann hafi fengið til liðs við sig listamenn sem hann hafði mikið dálæti á til að endurútsetja lög fyrir plötuna.

Ýmsir heimsþekktir listamenn eru merktir í færsluna sem gefur til kynna að þeir gætu verið umræddir listamenn sem koma fyrir á Englabörn & Variations. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, íslenska tónskáldið Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson.

Hér að neðan er tilkynning Deutsche Grammophon í heild sinni.


Tengdar fréttir

Hlaðinn lofi fyrir Englabörn

Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com.

Englabörn út í geiminn

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fær sjö af tíu mögulegum fyrir plötu sína Englabörn í breska tónlistartímaritinu NME. Platan, sem var samin fyrri samnefnt leikrit, var nýverið endurútgefin hjá breska útgáfufyrirtækinu 4AD en hún kom fyrst út árið 2002 á vegum Touch-útgáfunnar.

Jóhann Jóhannsson látinn

Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær






Fleiri fréttir

Sjá meira


×