Handbolti

Ólafur með níu mörk í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Ólafur í leik með Íslandi.
Ólafur í leik með Íslandi. vísir/getty

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði níu mörk í tapi Kristianstad gegn Nantes í meistaradeildinni í handbolta í dag en leikurinn fór 31-26.

Það var jafnræði með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Nantes var þó yfirleitt með yfirhöndina og fór með forystuna leikhlé 13-12.

Í seinni hálfleiknum fóru þeir sænsku að gefa eftir og forysta Nantes stækkaði eftir því sem leið á leikinn.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad með níu mörk á meðan Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark en Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekkert mark.

Eftir leikinn er Kristianstad með 6 stig í 7. sæti A-riðils á meðan Nantes er í 2. sæti með 17 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.