Körfubolti

Körfuboltakvöld: Er blaðran sprungin hjá ÍR?

Dagur Lárusson skrifar

Framlengingin í Domino's Körfuboltakvöldi var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. Kjartan Atli Kjartansson stýrði umræðunni að vanda en með honum voru reynsluboltarnir Teitur Örlygsson og Fannar Ólafsson.

Í þættinum á föstudagskvöldið voru umræðuefnin m.a. KR, ÍR, Grindavík og MVP.

Kjartan Atli byrjaði Framlenginguna á því að spurja Fannar hvort að KR-liðið sé loks mætt í vinnuna og vildi Fannar meina að svo væri.

„Já ég meina það væri bara eins og að berja dauðan hest að segja að þú vinnur enga titla í október eins og margoft hefur komið fram, þeir eru að stíga upp.“

Kjartan Atli spurði síðan gesti sína hvort að ÍR væru farnir að gefa eftir.

„Ef Thomas er úti þá er blaðran sprunging,“ sagði Fannar.

Teitur var sammála Fannari og sagði að ÍR gæti verið í vandræðum.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Fannar hneykslaður á sprittnotkun leikmanna KR

Domino's körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. Óhætt er að segja að þegar að talið barst að sprittnotkun KR leikmanna eftir sigur liðsins á Grindavík í gær, hafi Fannar Ólafsson ekki getað lent hneykslun sinni. Sjá má þessa skemmtilegu umræðu í spilaranum í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.