Viðskipti innlent

Icelandair semur við flugmenn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þotum Icelandair var lagt einni af annarri í verkfalli flugvirkja fyrir jól.
Þotum Icelandair var lagt einni af annarri í verkfalli flugvirkja fyrir jól. vísir/vilhelm
Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA )hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til kauphallarinnar. Þar er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra félagsins að markmið samninganna hafi verið að tryggja flugmönnum samkeppnishæf kjör í alþjóðlegu samhengi. Nýjum vinnubrögðum hafi verið beitt við samningagerð af hálfu beggja aðila.

Þá er einnig haft eftir Örnólfi Jónssyni, formanni FÍA, að við nýjan tón hafi kveðið við samningagerðina.

„Flugmenn gera sér fulla grein fyri því að samkeppnisumhverfi Icelandair er síbreytilegt. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum aukist. Það er mjög ánægjulegt að hafa með þessum kjarasamningi unnið að sameiginlegum hagsmunum Icelandair og FÍA,“ er haft eftir Örnólfi.

Flugmenn hjá Icelandair höfðu verið samningslausir frá því september þegar núgildandi kjarasamningur rann út.


Tengdar fréttir

Flugvirkjar samþykktu samninginn

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×