Lífið

Cattrall mjög óhress með samúðarkveðjur Parker

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Charlotte, Carrie, Miranda og Samantha munu ekki sjást á hvíta tjaldinu aftur.
Charlotte, Carrie, Miranda og Samantha munu ekki sjást á hvíta tjaldinu aftur. Vísir/getty
Breska leikkonan Kim Cattrall er verulega óhress með samúðarkveðjur frá Söruh Jessicu Parker vegna fráfalls bróður hennar sem lést á dögunum.

Léku þær saman um árabil í þáttunum ofurvinsælu Sex and The City en líkt og greint hefur frá í fjölmiðlum virðist hafa slest upp á vinskapinn.

Deilir Cattrall mynd á Instagram þar sem lesa má textann „Ég þarf ekki á þinni ást né stuðningi á þessum erfiðu tímum @sarahjessicaparker.“ Þá bætir Cattrall um betur og í færslu við myndina lætur hún fyrrverandi mótleikonu sína hreinlega heyra það.

„Móðir mín spurði í dag: Hvenær ætlar Sara Jessicah Parker, þessi hræsnari, að láta þig í friði.“ Ítrekaðar tilraunir þínar til þess að ná til mín er sársaukafull áminning um hversu grimm þú varst þá og ert enn. Við skulum hafa þetta á hreinu. (ef það var ekki ljóst) Þú ert ekki hluti af fjölskyldunni minni. Við erum ekki vinir. Ég skrifa þér í hinsta sinn til þess að segja þér að hætta að nýta þér þennan harmleik til þess að hressa upp á „góðu stelpu“ persónuna þína,“ skrifar Cattrall.

Líklegast er að Cattrall sé að vísa í samúðarkveðju sem Parker sendi henni eftir að greint hafði verið frá andláti bróður Cattrall.

Í færslunni vísar Cattrall einnig í frétt New York Post þar sem því er haldið fram að hinar stjörnunar í þáttunum vinsælu, Kristin Davis og Cynthia Nixon, hafi skilið Cattrall út undan við gerð þáttanna.

Cattrall hefur verið kennt um að þriðja kvikmyndin um þær stöllur hafi ekki verið gerð þar sem að hún hafi gert of háar launakröfur. Segir Cattrall að það sé af og frá enda hafi hún engan áhuga á að stíga aftur í hlutverk Samönthu Jones.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×