Körfubolti

Thompson stigahæstur í sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Klay Thompson
Klay Thompson vísir/getty

Golden State Warriors fór með sigur af hólmi gegn San Antonio Spurs í NBA körfuboltanum í nótt en það var Klay Thompson sem fór fyrir liði Golden State en hann skoraði 25 stig.

San Antonio Spurs byrjaði leikinn þó mun betur og var með tíu stiga forskot eftir 1. leikhluta 37-27. Þá tóku liðsmenn Golden State við sér og skoruðu 31 stig gegn 18 stigum frá Spurs og fór því með forystuna í leiklé, 58-55.

Í seinni hálfleiknum byrjaði Golden State smátt og smátt að stækka forystu sína og unnu að lokum sigur 122-105.

Klay Thompson var stigahæsti maður vallarins með 25 stig en næst stigahæstur á eftir honum í liði Golden State var Stephen Curry með 17 stig.

Eftir leikinn er Golden State ennþá á toppnum í vestrinu á meðan San Antonio Spurs situr í 3. sæti.

Samtals fóru sjö leikir fram í nótt en úrslitin úr þeim leikjum má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Nets 128-138 Pelicans
Magic 104-111 Bucks
76ers 112-98 Clippers
Bulls 90-101 Wizards
Mavericks 130-123 Lakers
Warriors 122-105 Spurs
Suns 113-123 Nuggets

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State og San Antonio Spurs.

NBA

Tengdar fréttir

OKC vann Golden State en ekkert breytist hjá LeBron og félögum

Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.