Golf

Johnson og Potter í forystu á Pebble Beach

Dagur Lárusson skrifar
Dustin Johnson, efsti maður styrkleikalistans.
Dustin Johnson, efsti maður styrkleikalistans. vísir/getty
Bandarísku kylfingarnir Ted Potter og Dustin Johnson eru í forystu á Pebble Beach mótinu þegar þrír hringir af fjórum hafa verið spilaðir en þeir eru báðir á fjórtán höggum undir pari.

Dustin Johnson er búinn að vera í forystu nánast allt mótið en Ted Potter hefur óvænt komið sér í baráttuna eftir glæsilega spilamennsku.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með gangi mála í dag, hvort það verði efsti maður styrkleikalistans sem fer með sigur af hólmi eða þá Ted Potter eða hvort að einhver annar eins og Jason Day komi sér í baráttuna en hann er aðeins tveimur höggum á eftir Johnson og Potter.

Mótið er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og heldur útsending áfram kl 18:00 í kvöld þegar fjórði hringurinn verður spilaður.


Tengdar fréttir

Johnson og Hossler með forystu á Pebble Beach

Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Beau Hossler eru í forystu á Pebble Beach mótinu víðfræga þegar að tveir hringir af fjórum hafa verið spilaðir. Staða þeira á heimslistanum er gjörólík. Dustin hefur trónað á toppi listans í 47 vikur en Hossler er 217 sætum neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×