Innlent

Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur íbúa til að halda sig heima. Vísir/Sylvía
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið eftir hádegi. Lögregla hvetur íbúa til að halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum. Stór árekstur varð við Sunnuhlíð í Kópavogi og var Kringlumýrarbrautinni því lokað í átt að Hafnarfirði frá Miklubraut. Opið er hinsvegar í átt að Reykjavík. 

Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að átta bíla árekstur hafi orðið og því hafi veginum verið lokað. Ekki er ljóst hvort hann verður opnaður aftur strax vegna óveðursins. 

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi í hádeginu að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. 

Full ástæða er til að fara ekki af stað heldur halda sig heima þar til lægir. 

Fylgst er með fréttum af færð og veðri í Veðurvaktinni hér að neðan.





Fréttin hefur verið uppfærð. 


 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×