Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn var fluttur á slysadeild.
Einn var fluttur á slysadeild. visir/joik

Einn var fluttur á slysadeild eftir að átta bíla árekstur varð á Reykjanesbraut á brúnni við Vogagatnamót rétt fyrir klukkan þrjú í dag.

Reykjanesbrautin var lokuð í báðar áttir vegna slyssins en á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búið er að opna fyrir umferð. 

Varðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að gengið hafi vel að rýma Reykjanesbrautina.

Ekki er vitað um líðan mannsins sem fluttur var á slysadeild. 

Árekstur þessi er annar átta bíla áreksturinn í dag.

Fréttin var uppfærð kl. 16:45.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.