Handbolti

Stefán Rafn hafði betur gegn Guðjóni og Alexander

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Guðjón Valur misnotar færi í leiknum,
Guðjón Valur misnotar færi í leiknum,
Stefán Rafn Sigurmannsson og liðsfélagar hans í ungverska liðinu Pick Szeged höfðu betur gegn Rhein-Neckar Löwen, með þá Guðjón Val og Alexander Peterson innanborðs, 37-35, í háspennuleik í Meistaradeild Evrópu fyrr í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Rhein-Neckar Löwen. 

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrrirúmi. Heimamenn í Löwen leiddu í hálfleik 17-15 en gestirnir voru sterkari í þeim síðari. Náðu þeir forystunni í stöðunni 29-28 og létu hana ekki frá sér það sem eftir lifði leiks.

Stefán Rafn nýtti sín færi úr horninu vel og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Pick Szeged.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk úr sex skotum og Guðjón Valur tvö mörk úr fimm skotum fyrir Löwen.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Pick Szeged, en liðið er nú með 11 stig eftir 11 leiki í A riðli meistaradeildarinnar, einu stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen.

Makedónska liðið HC Vardar er á toppi riðilsins með 18 stig. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×