Erlent

Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brak úr vélinni dreifðist yfir stórt svæði.
Brak úr vélinni dreifðist yfir stórt svæði.
Flugfélagið sem rak flugvélina sem hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Rússlandi í dag var árið 2015 bannað að fljúga á milli landa eftir öryggisbrot. Allir um borð í flugvélinni eru taldir af. BBC greinir frá.

Um borð í Antonov An-148 þotu Saratov Airlines voru 65 farþegar og sex áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf af radarskjám örfáum mínútum eftir flugtak í Moskvu en flugvélin var á leið til borgarinnar Orsk í Úral-fjöllum.

Er þetta fyrsta brotlending farþegaþotu í rúmt ár en engin farþegaþota í áætlunarflugi hrapaði á síðasta ári. Fjölmiðlar í Rússlandi greina frá því að vitni hafi séð eldtungur frá vélinni er hún hrapaði til harðar. Flugyfirvöld rannsaka nú orsakir flugslyssins en brak flugvélarinnar dreifðist um stórt svæði.

Flugfélaginu var bannað að fljúga á milli landa eftir atvik sem kom upp árið 2015. Þá komust rannsakendur að því að farþegum hafði verið hleypt inn í flugstjórnarklefa flugvélar flugfélagsins.

Banninu var áfrýjað en eftir að flugfélagið breytti reglum hjá sér var því aftur heimilað að fljúga á milli landa. Flugfélagið flýgur þó aðallega innanlands í Rússlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×